Kaflamunstur fyrir vefnað
- 72 stk.
- 05.03.2020
Þegar bindimunstur eru teiknuð þarf stundum að gera vinnuteikningu í köflum, tveimur, þremur eða fleirum, og síðan vinna inndráttarmunstur eftir kaflamunstrinu. Í byrjun er ákveðið hve margir þræðir eru í einni rúðu í kaflamunstrinu og unnið samkvæmt því. Í hverjum kafla er bindimunstur þeirrar frumbindingar sem verið er að vinna eftir endurtekið eins oft og þörf er á, eða þar til kaflinn hefur fengið sína stærð samkvæmt kaflamunstrinu. Í raun er verið að stækka munstrið sem ofið er eftir.
Skoða myndir