- 18 stk.
- 18.03.2020
Rósabandavefnaður er og var vinsæll hér á landi en hann var mikið ofinn í húsmæðraskólum á 20. öld. Hann flokkast sem munsturvefnaður á sléttum grunni þegar voðin er ofin þannig að einskeftu- og rósabandastig skiptast á, hvort með sínum lit í ívafinu. Rósabandavefnaður skiptist í upphleypt og slétt rósabönd. Þau sléttu má vefa á þrjú til átta sköft og skammel, en þegar sköftum og skammelum fjölgar aukast einnig möguleikar í munsturgerðinni.