- 27 stk.
- 05.03.2020
Orðið salún má rekja í íslenskum heimildum aftur til fjórtándu aldar og þá oftast í merkingunni rúmábreiða. Það er sú dreglamunstursaðferð sem náði mestri útbreiðslu hér á landi á nítjándu og tuttugustu öld, eftir að láréttur vefstóll kom til landsins. Það var einnig mikið ofið á gamla kljásteinavefstaðinn en ekki er varðveittur neinn vefnaður af því tagi. Salúnvefnaður var aðallega notaður til að gera hvers konar söðuláklæði, ullarábreiður, borðdregla, húsgagnaáklæði og púðaborð.