- 39 stk.
- 05.03.2020
Daladregill er uppruninn í Dölunum í Svíþjóð og dregur nafn sitt af því. Hann er fjórskefta dregill sem er ofinn eftir smágerðu kaflamunstri. Sérkenni daladregils er að hvert munsturfyrirdrag liggur ýmist á réttunni, röngunni eða inni í einskeftunni. Það liggur ofan á þeim kafla sem ofið er í hverju sinni, undir þann sem dreginn er inn á gagnstæð sköft og inni í einskeftunni í þeim köflum sem hafa sameiginlegt skaft. Munsturfyrirdrögin mynda mislöng bönd þó að sami þráðafjöldi sé í köflunum vegna þess hvernig einskeftan binst á kaflamótum. Ein rúða í kaflamunstri táknar einhvern jafnan þráðafjölda, oftast fjóra þræði.