- 45 stk.
- 08.03.2020
Eins og nafnið bendir til er tvöfaldur vefnaður þannig að voðirnar eru tvær, yfirvoð og undirvoð, og tengjast á ýmsa vegu. Þær helstu eru: pokavoð, tvíbreið voð, tvíofin voð, rúðóttur- tvöfaldur vefnaður og finnskur vefnaður sem stundum er kallaður munstraður, tvöfaldur vefnaður.
Tvöföld binding og tvöfaldur vefnaður er samt ekki það sama. Munurinn er sá að með tvöfaldri bindingu er átt við vefnað sem er styrktur með því að tvöfalda aðra þráðarheildina, ýmist uppistöðuna eða ívafið. Ef tvöföld binding er styrkt með uppistöðunni er notað tvenns konar efni í uppistöðuna og ein tegund af ívafi, en öfugt ef bindingin er styrkt með ívafinu. Þegar bindingin er styrkt með uppistöðunni sést önnur uppistaðan nær eingöngu á rétthverfu en hin á ranghverfu. Uppbindimunstur yfirþráðanna verður því að vera fyrir bindingu með þráðaráferð en uppbindimunstur undirþráða fyrir sömu eða aðra bindingu með bandáferð.
Bæði tvöfaldar bindingar og tvöfaldur vefnaður koma hér fyrir neðan.