Fara í efni
Guðrún Jónasdóttir (1916 - 1997)
Guðrún Jónasdóttir (1916 - 1997)

 

Guðrún Sigurbjörg Jónasdóttir (1916 - 1997) was an Icelandic weaving teacher born in Stuðlar, Reyðarfjörður. 

Skoða vefnað eftir Guðrúnu

Engar vörur fundust fyrir framleiðanda

Guðrún Jónasdóttir (1916 - 1997)

Guðrún er fædd á Stuðlum við Reyðarfjörð 28. desember 1916, elst sjö systkina, barna Valgerðar Bjarnadóttur (1885 - 1974) og Jónasar Péturs Bóassonar bónda (1891 - 1960).

Guðrún fluttist 5 ára að Grímsstöðum og síðar að Bakka við Reyðarfjörð þegar Jónas hætti búskap og hóf verkamannastörf á Búðareyri. Guðrún sýndi strax mikinn áhuga á skólagöngu og var námsglöð, hún lauk barnaskóla og útskrifaðist úr Unglingaskóla á Reyðarfirði 1933. Guðrún fór í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og var þar yngst námsmeyja hjá Sigrúnu P. Blöndal skólastýru árin 1934 - 1936. Guðrún fékk mjög góð meðmæli og þótti strax með afbrigðum vandvirk. Stuðning og hvatningu fékk hún frá foreldurm sínum og frændum. Guðrún launaði greiðann og greiddi fyrir með handverki sínu þannig að heimili við Reyðarfjörð fengu að njóta vefnaðar hennar strax eftir árin á Hallormsstað. Á Hallomrsstað eignaðist Guðrún vini úr hópi námsmeyja og staðarfólks, vináttu sem hún ræktaði alla sína æfi. 

Hugur Guðrúnar var til frekara náms og fór svo að föðursystir hennar og nafna Guðrún Brunborg Bóasdóttir bauð henni að koma til Noregs og gerast vinnukona á heimili sínu. Guðrún sagði oft að söðursystir sín hefði verið sinn erfiðasti atvinnurekandi, ströng og oft óréttlát, og ekki fékk hún að búa við sama kost og frændsystkini sín, sem þó vildu líta á hans sem eina úr fjölskyldunni. Síðar þegar Guðrún flutti af heimili Brunborg fjölskyldunni og kom sem gestur tók Guðrún föðursystir hennar á móti henni með kosti og kynjum og sagði að staða hennar væri sem einnar úr fjölskyldunni en ekki sem vinnuhjú. Guðrún Sigurbjörg og nanfa hennar Brunborg héldu alla tíð miklu sambandi og var góður vinskapur með þeim frænkum. Næstu árin er Guðrún Sigurbjörg í Noregi og líkur námi 1938 sem vefnaðarkennari frá Den Kvinnelige Industriskole, Statens læreskole i forming, í Osló. 

Í grein sem Guðrún skrifaði  um áhrifavald í sínu lífi, Ragnhildi Pétursdóttur í Hátegi, segir hún frá námslokum sínum og heimkomu: ,,Fjárráð þeirra tíma nemenda voru ekki uppá marga fiska og þóttist hver hólpinn sem átti fyrir næstu máltíð, í hópi þeirra ser ekki áttu það er greinarhöfundur. Eina góðviðrishelgi var ég sem oftar stödd á heimili föðursystur minnar, Guðrúnar Brunborg, erbúsett var skammt frá Osló. Fleiri gestir voru þar og þeirra á meðal Lára Sigurbjörnsdóttir frá Ási í Reykjavík en hún hafði kennt mér á Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Kjör mín bárust í tal og sagði Lára þá: ,,Skrifaðu til Ragnhildar Pétursdóttur í Háteigi, hún er í stjórn Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfélaga, það kostar ekkert að reyna."  Seinni hlutann í ágúst kemur til mín bréf frá Ragnhildi og boð um vinnu á vegum Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfélaga, laun sem barnakennari og farmiði heim til Íslands, sem ég gæti greitt fegar ég fengi kaup."

Minnispunktar um Guðrúnu Sigurbjörgu Jónasdóttur vefnaðarkennara og vefara eru skrifaðir af Fríðu Björgu Eðvarsdóttur, dóttur Guðrúnar.