Engar vörur fundust fyrir framleiðanda
Sigríður Jóhannsdóttir er fædd 1948. Hún stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1967 - 1969 og við Statens Lærerskole i Forming í Oslo 1969 - 1970. Einnig sótti Sigríður námskeið í damaskvefnaði í Turku, Finnlandi 1972 og námskeið í vefnaði og listvefnaði í Svíþjóð, Noregi, Danmörk á nokkrum árum. Eftir að Sigríður kom heim frá námi var hún kennari við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1970 - 1975 en hún hefur verið aðstoðarmaður Leifs Breiðfjörðs við gerð steindra glugga frá 1971. Leifur Breiðfjörð er eiginmaður Sigríðar.
Sigríður starfaði í sýninganefnd Textílfélagsins 1980 - 82 og á sama tíma var hún að vinna vegna Scandinavian Today. Hún var í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju 1984 - 89, 1994 - 1999, í stjórn Listasafns Hallgrímssafns frá stofnun 1996 - 99 og var í stjórn Kirkjulistahátiðar frá 1996 - 98. Sigríður hefur haldið nokkrar einkasýningar hér á landi og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi sem erlendis á undanförnum áratugum. Sigríður er stofnfélagi í Textílfélagi Íslands og er einnig meðlimur í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna. Veflistaverk Sigríðar prýða margar opinberar byggingar og kirkjur til að mynda: Kapellu Kvennadeildar Landsspítalans, Verkmenntaskólann á Akureyri, Fossvogskapellu, Hallgrímskirkju, Viðeyjarkirkju, Kapellu Dvalarheimilisins Hrafnistu í Hafnarfirði, Dómkirkjuna í Reykjavík, Hóladómkirkju og fleiri.
Sigríður Jóhannsdóttir og maður hennar, Leifur Breiðfjord, hafa unnið í samvinnu að myndvefnaðar verkum og ofnum kirkjulistaverkum síðan 1978 þar sem Leifur sér um teikninguna en Sigríður myndvefur eða damaskvefur verkin. Þau hafa haldið fimm einkasýningum með myndvefnaði, tekið þátt í mörgum samsýningum textíllistamanna hérlendis og erlendis og hannað í sameiningu presta hempur og altarisdúka fyrir nokkrar kirkjur á Íslandi.