Fara í efni
Gagnagrunnurinn - About the database
Gagnagrunnurinn - About the database

This database is the first of its kind in Iceland and one of the outcomes of the Textile Center's 2017 - 2020 research project, "Bridging Textiles to the Digital Future."

Skoða vefnað eftir database

Engar vörur fundust fyrir framleiðanda

Gagnagrunnurinn - About the database

Gagnagrunnur í vefnaði er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi og er hann í eigu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi.  Má finna hér heimildir frá fjórum íslenskum vefurum og kennara frá 1932 - 1990, handskrifuð vefnaðarmunstur, vefnaðarprufur og uppskriftir fyrir vefnað í vefstól.

Yfirumsjón með innsetningu gagna í gagnagrunninum og jafnframt verkefnisstjóri var Ragnheiður B. Þórsdóttir veflistakona og kennari. Aðstoðarkonur hennar voru þær Cornelia Theimer Gardella, sem ljósmyndaði öll gögn og sá um þýðingar yfir á ensku og Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir hönnunarnemi, sem hefur unnið við að vefa prufur í TC2 stafrænum vefstól, flokka og raða gögnum.

Stefna á Akureyri sá um hönnun, forritun og uppsetningu á gagnagrunninum og hýsir hann jafnframt.

Forsagan

Í Kvennaskólanum á Blönduósi er til mikið magn af vefnaðarmunstrum, uppskriftum og prufum, bæði frá því á dögum skólahalds og sem hafa verið gefin til varðveislu. Til eru öll frumgögn fjögurra íslenskra vefara og eins vefnaðarkennara sem starfaði við skólann á sjötta og sjöunda áratug seinustu aldar. Gögnin eru í formi handskrifaðra vefnaðarmunstra, vefnaðarprufa og uppskrifta fyrir vefnað í vefstól. Textílmiðstöð Íslands hefur fengið að gjöf allar prufur og vefnaðarmunstur frá Vefstofu Guðrúnar Jónasardóttur vefnaðarkennara sem starfaði um miðbik seinustu aldar, og einnig kennslugögn frá kennsluferli Guðrúnar í Textíldeild Myndlistar- og handíðnaskóla Íslands. Mikið af kennslugögnum Sigríðar Jóhannsdóttur vefara og vefnaðarkennara hafa einnig verið gefin Textílsetri til varðveislu. Kennslugögn í vefnaði, munstur og sýnishorn sem notuð voru á þeim áratugum sem Kvennaskólinn á Blönduósi starfaði, eru til að einhverju leiti og hafa Vinir Kvennaskólans haldið utan um þau gögn, svo og öll vefnaðargögn Solveigar Arnórsdóttur vefnaðarkennara.

Umfang gangnanna er mikið, 1000 handskrifaðar blaðsíður af vefnaðarmunstrum og uppskriftum fyrir vefnað og yfir 1500 vefnaðarprufur sem þegar er komið til varðveislu. Hér er um ómetanleg frumgögn að ræða og afar mikilvægt að varðveita, ekki síst vegna þess hversu mikilvægur vefnaður var hér á landi frá landnámi og upp á 20. öldina. Þau hafa því menningar-, hönnunar- og sagnfræðilegt gildi sem mikilvægt er að skrásetja.

"Bridging Textiles to the Digital Future"

Árið 2017 var sótt um styrk fyrir verkefnið ,,Bridging Textiles to the Digital Future" úr Tækniþróunarsjóði Rannís og fékkst styrkur til þriggja ára. Ætlunin var að skrásetja, mynda, flokka og hanna rafrænan gagnagrunn sem hýsir öll bindimunstur, vefnaðarprufur og uppskriftir sem hér eru varðveitt.
Fyrsta árið fór nær eingöngu í skrásetningu gagna í tölvutækt form og ljósmyndun á þeim. Annað árið fór í áframhaldandi skrásetningu á gögnum, úrvinnslu þeirra þar sem bindimunstur voru unnin inn í Photoshop til að hægt væri að nýta þau á nýjan og frumlegan hátt í stafrænum vefnaði í TC2 vefstól. Einnig var klárað að ljósmynda gögnin og þau flokkuð. Á þriðja árinu var hinn rafræna gagnagrunn settur upp, ásamt því að ljúka skráningu, flokkun og frágangi á gögnunum. Bindimunstrin voru öll sett inn í sérstakt vefnaðarforrit, WeavePoint, og þannig komið inn í stafrænt umhverfi. Alls hafa yfir 1200 vefnaðarmunstur verið greind og unnin inn í vefnaðarforritið.

Gagnagrunnurinn sjálfur er nú opinn öllum en uppskriftirnar er hægt að kaupa hér á síðunni. Innifalið í kaupunum er uppskrift fyrir munstrin sem sent er sem PDF skjal í tölvupósti. PDF skjalið er bæði á íslensku og ensku. Munstrin sjálft er hægt að prenta beint af síðunni.