Brekán
- 43 stk.
- 05.03.2020
Brekánsvefnaður hefur fengið nafn sitt af því að hér áður fyrr var algengt að ofnar væru rúmábreiður sem nefndar voru brekán eða brekan og vefnaðargerðin fékk smám saman það heiti. Gerðir brekáns eru tvær, ívafsbrekán, þar sem ívafið hylur uppistöðuna, og þráðarbrekán en þar hylur uppistaðan ívafið. Í ívafsbrekán er notaður frekar grófur uppistöðuþráður, t.d. bómull 12/6 eða hör 8/4, og gróf skeið 25/10, 30/10 eða 35/10 til þess að ívafið verði nógu þétt og hylji sem best uppistöðuþræðina. Í þráðarbrekáni er uppistaðan höfð mjög þétt en ívafið gróft þannig að nánast ekkert sést í ívafsþráðinn á voðinni. Algengt er að nota fínan þráð, t.d. bómull 16/2, 20/2 eða hör 16/2, og eru þá hafðir allt upp í 40 þræðir á cm í uppistöðu. Þá eru oftast þræddir tveir þræðir saman í hafald og fjórir eða fleiri þræðir saman í tönn á skeið.
Skoða myndir