Vaðmál með beinum inndrætti eða stigi og oddavaðmál
- 69 stk.
- 05.03.2020
Vaðmál einkennist af skálínum í voðinni sem verða til við það að bindingin færist til um einn þráð við hvert fyrirdrag. Skálínan liggur ýmist frá vinstri til hægri eða öfugt en venja er að telja þá hlið efnisins rétthverfa þar sem skálínur liggja frá vinstri og upp til hægri. Vaðmálsvefnaður var algengur hér á landi og vaðmál var ein aðalútflutningsvara okkar fyrr á öldum. Mikið af fataefnum fyrr og nú er ofið í vaðmálsbindingar og telja má öruggt að það sé algengasta tegund af vefnaði í heiminum, enda til óteljandi afbrigði af bindingunni. Vaðmál með beinum inndrætti og/eða stigi og oddavaðmál.
Skoða myndir